Ísland efst af Norðurlandaþjóðunum

Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Úkraínu.
Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Úkraínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karla­landsliðið í knattspyrnu er í 22. sæti á styrk­leikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Ísland fellur um tvö sæti á styrkleikalistanum á milli mánaða en frá því hann kom síðast út töpuðu Íslendingar á móti Finnum en höfðu betur á móti Úkraínumönnum.

Ísland er aftur orðið efst af Norðurlandaþjóðunum. Á styrkleikalistanum í síðasta mánuði voru Svíar efstir, voru í 19. sæti einu ofar en Íslendingar, en þeir falla um fjögur sæti og eru í 23. sætinu. Danmörk er í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum. Danir hækka um 20 sæti og eru í 26. sætinu. Af Evrópuþjóðum er Ísland í 14.sæti á eftir N-Írlandi.

Þýskaland hefur sætaskipti við Brasii í toppsæti listans en tíu efstu þjóðirnar eru:

Þýskaland
Brasilía
Portúgal
Argentína
Belgía
Pólland
Sviss
Frakkland
Síle
Kólumbía

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert