Lacasse til greina í íslenska landsliðið?

Cloe Lacasse, framherji Eyjakvenna, með boltann í leik ÍBV og …
Cloe Lacasse, framherji Eyjakvenna, með boltann í leik ÍBV og KR í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Cloé Lacasse, leikmaður bikarmeistara ÍBV í knattspyrnu, vonast til þess að fá íslenskan ríkisborgararétt og gæti þar með komið til greina í íslenska landsliðið.

Lacasse staðfestir þetta við fotbolti.net í dag, en hún er kanadísk að uppruna og er að leika sitt þriðja tímabil með ÍBV. Hún hefur farið á kostum með Eyjakonum og skorað 33 mörk í 50 leikjum í deildinni.

„Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika,“ sagði Lacasse við fotbolti.net og var spurð um íslenska landsliðið.

„Það eru mörg skref sem þarf að taka áður en það getur orðið að möguleika. En að því sögðu ef ég fengi ríkisborgararétt og starfsfólk KSÍ telur að ég styrki liðið og íhugar að velja mig, þá myndi það vera heiður fyrir mig að fá það tækifæri,“ sagði Lacasse og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson staðfesti jafnframt að hún kæmi sannarlega til greina í liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert