Meistarar í máli og myndum

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikið var um dýrðir á Akureyri í dag og í kvöld þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í annað skipti en liðið hreppti einnig þennan titil árið 2012.

Fjallað hefur verið um leikinn hér á mbl.is í máli og myndum og hér er enn meira af myndum frá þessari sögulegu stund ásamt tilvísunum í fyrri fréttir og viðtöl.

Þór/KA er Íslandsmeistari 2017.

Best! Stephany Mayor, framherjinn frábæri frá Mexíkó, með Flugleiðahornið sem …
Best! Stephany Mayor, framherjinn frábæri frá Mexíkó, með Flugleiðahornið sem hún fékk fyrir að vera kjörin besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar af leikmönnum deildarinnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það var ekki bara lið Þórs/KA sem tók við verðlaunum því Stephany Mayor var útnefnd besti leikmaður Pepsi-deildarinnar og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir það úr hendi Guðna Bergssonar eftir leik og áður en Íslandsbikarinn fór á loft.

Stephany Mayor valin best í sumar.

Lára Einarsdóttir, Bianca Sierra, Stephany Mayor, Natalia Gomez og Halldór …
Lára Einarsdóttir, Bianca Sierra, Stephany Mayor, Natalia Gomez og Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lára Einarsdóttir er eini leikmaður Þórs/KA sem lék alla leikina bæði Íslandsmeistaraárin, 2012 og 2017, en hún varð meistari 17 ára gömul fyrir fimm árum.

„Ég var alveg pollróleg allan leikinn og vissi að við myndum klára þetta, sama hvenær í leiknum það gerðist. Það var ekkert sem benti til þess að FH myndi skora svo þetta var bara spurning um að koma inn einu marki,“ sagði Lára. 

Viðtalið við Láru: Pollróleg allan leikinn.

Hulda Björg Hannesdóttir skælbrosandi eftir að Stephany Mayor gulltryggði sigurinn …
Hulda Björg Hannesdóttir skælbrosandi eftir að Stephany Mayor gulltryggði sigurinn með seinna marki leiksins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hulda Björg Hannesdóttir, 17 ára Íslandsmeistari, sagði að Halldór Sigurðsson, Donni, hefði strax lagt línurnar fyrir tímabilið.

„Frá fyrsta degi æf­inga var stefnt á titil­inn. Donni kom bara inn og sagði „Við ætl­um að vinna Íslands­meist­ara­titil­inn.“ Það má segja að hon­um hafi tek­ist að selja okk­ur þá hug­mynd strax,“ sagði Hulda.

Viðtalið við Huldu: Búið að vera geggjað sumar.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir fagnar Láru Einarsdóttur. Fyrir aftan eru Margrét …
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir fagnar Láru Einarsdóttur. Fyrir aftan eru Margrét Árnadóttir og Rut Matthíasdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markvörður sagði að lokaspretturinn á Íslandsmótinu hefði verið erfiður.

„Þetta var orðið dálítið stressandi undir lokin, ég viðurkenni það. Það þroskar okkur mjög mikið sem einstaklinga og lið að geta haldið út allt sumarið. Þetta mót var endalaust og mikið um hlé á því. Það var því erfitt að halda fókus og sérstaklega núna í lokin þegar þetta gat allt farið í vaskinn. Það hefði orðið viðbjóðslega sárt að missa af titlinum.“

Viðtalið við Bryndísi: Þetta mót var endalaust.

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA.
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson


Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA, viðurkenndi að hafa gert mistök í næstsíðasta leiknum þegar liðið tapaði í Grindavík.

„Ég gerði mistök í Grindavík og fór vel yfir það með sjálfum mér. Ég er bara eins og stelpurnar. Við erum í ákveðnu verkefni og maður gerir sín mistök. Úr því sem komið var í þeim leik þá hefðum við átt að halda í stigið og þétta raðirnar. Akkúrat núna er mér nákvæmlega sama því við kláruðum þetta og það er bara geggjað.“

Viðtalið við Donna: Gast lesið úr augunum á þeim.

Anna Rakel Pétursdóttir, fyrir miðri mynd, í fagnaðarlátunum að leikslokum.
Anna Rakel Pétursdóttir, fyrir miðri mynd, í fagnaðarlátunum að leikslokum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson


Anna Rakel Pétursdóttir þurfti að skrópa í skólanum til að spila leikinn.

„Já ég skrópaði í dag og ég held að það hafi verið þess virði. Ég er mjög ánægð með tímabilið hjá mér og okkur og finnst við alltaf hafa komið sterkar til baka eftir mótlæti eins og við sýndum þessum leik í dag. Nú verðum við að hugsa um hvernig við ætlum að verja titilinn á næsta ári. Ég er rétt að byrja og verð pottþétt með liðinu áfram.“

Viðtalið við Önnu: Svo fegin að vera partur af þessu.

Donni þjálfari stjórnar sigursöngnum sem er orðið einkennismerki Þórs/KA eftir …
Donni þjálfari stjórnar sigursöngnum sem er orðið einkennismerki Þórs/KA eftir sumarið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Úrhelli var mestallan fyrri hálfleikinn; rigndi eins og hellt væri …
Úrhelli var mestallan fyrri hálfleikinn; rigndi eins og hellt væri úr fötu. Nói Björnsson, formaður kvennaráðs Þórs/KA, lét það ekkert á sig fá! mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Miði í eigu Sævars Helgasonar kom upp þegar dreginn var …
Miði í eigu Sævars Helgasonar kom upp þegar dreginn var út vinningur í happdrætti sem þær Bianca Sierra og Stephany Mayor stóðu fyrir til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna í Mexíkó á dögunum. Í vinning var árituð landsliðstreyja Stephany sem hún lék í á HM í fyrra. Treyjan var afhent í hálfleik og nýr eigandi er Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir! mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Nói Björnsson, formaður kvennaráðs Þórs/KA (sá rauðklæddi vinstra megin), og …
Nói Björnsson, formaður kvennaráðs Þórs/KA (sá rauðklæddi vinstra megin), og aðrir áhorfendur voru mjög spenntir í stúkunni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Sandra María Jessen gerir fyrra markið eftir sendingu Önnu Rakelar …
Sandra María Jessen gerir fyrra markið eftir sendingu Önnu Rakelar Pétursdóttir, sem sést í fjarska. Sandra María náði að teygja sig í boltann og smella honum í markhornið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Loksins! Sandra María Jessen fagnar eftir að hún braut ísinn …
Loksins! Sandra María Jessen fagnar eftir að hún braut ísinn fyrir Þór/KA á 74. mínútu. Leikmönnum og áhangendum liðsins var mjög létt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Fyrra markinu fagnað. Sandra María Jessen neðst í hrúgunni!
Fyrra markinu fagnað. Sandra María Jessen neðst í hrúgunni! mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Liðsmenn Þórs/KA fögnuðu með tilþrifum þegar Sandra María Jessen braut …
Liðsmenn Þórs/KA fögnuðu með tilþrifum þegar Sandra María Jessen braut loks ísinn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Stephany Mayor gulltryggir Akureyrarliðinu Íslandsmesitaratitilinn með seinna marki leiksins.
Stephany Mayor gulltryggir Akureyrarliðinu Íslandsmesitaratitilinn með seinna marki leiksins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Skeinuhættar í sókninni; Sandra María Jessen og Stephany Mayor.
Skeinuhættar í sókninni; Sandra María Jessen og Stephany Mayor. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Titillinn í höfn! Natalia Gomez, Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra …
Titillinn í höfn! Natalia Gomez, Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra María Jessen fagna Stephany Mayor eftir að hún gerði seinna mark leiksins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hulda Björg Hannesdóttir fagnar Stephany Mayor innilega eftir seinna markið.
Hulda Björg Hannesdóttir fagnar Stephany Mayor innilega eftir seinna markið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markmaður sigri hrósandi. Leikmenn karlaliða Þórs og …
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markmaður sigri hrósandi. Leikmenn karlaliða Þórs og KA héldu rauðum blysum á loft fyrir utan völlinn í tilefni sigursins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA stjórnar fjöldasöng eftir að …
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA stjórnar fjöldasöng eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Mexíkósku landsliðsmennirnir þrír, sem hafa verið frábærir með liðið Þórs/KA …
Mexíkósku landsliðsmennirnir þrír, sem hafa verið frábærir með liðið Þórs/KA í sumar. Frá vinstri: Bianca Sierra, Stephany Mayor og Natalia Gomez. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Lillý Rut Hlynsdóttir varafyrirliði, Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari og …
Lillý Rut Hlynsdóttir varafyrirliði, Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari og Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir og …
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir og Ágústa Kristinsdóttir með Íslandsbikarinn. Margir krakkar fögnuðu hetjunum í kvöld, litli stuðningsmaðurinn á myndinni heitir Valur Darri Ásgrímsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Stephany Mayor, besti leikmaður Íslandsmótsins og markadrottningin – með 19 …
Stephany Mayor, besti leikmaður Íslandsmótsins og markadrottningin – með 19 mörk í 18 leikjum – og Nói Björnsson, formaður kvennaráðs Þórs/KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Stephany Mayor og Siguróli Kristjánsson, Moli, sem kom að þjálfun …
Stephany Mayor og Siguróli Kristjánsson, Moli, sem kom að þjálfun liðsins í mörg ár en hætti eftir sumarið í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Gleðitár féllu á Þórsvellinum í kvöld. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, …
Gleðitár féllu á Þórsvellinum í kvöld. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, Donni, Lillý Rut Hlynsdóttir, Sandra María Jessen og Jón Óskar Ísleifsson ljósmyndari. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Íslandsmeistaranna, hægra megin, og aðstoðarmaður …
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Íslandsmeistaranna, hægra megin, og aðstoðarmaður hans, Andri Hjörvar Albertsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert