Heimir áfram með FH-liðið

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Guðjónsson verður áfram við stjórnvölinn hjá FH-ingum. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, staðfesti það í samtali við mbl.is fyrir leik FH og Breiðabliks í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Heimir hefur stýrt FH-liðinu frá 2008 með frábærum árangri en undir hans stjórn hefur FH fimm sinnum unnið Íslandsmeistaratitilinn, síðast í fyrra.

mbl.is