Tyrkir brjálaðir út í Arda Turan

Arda Turan og Burak Yilmaz svekktir á meðan Íslendingar fagna …
Arda Turan og Burak Yilmaz svekktir á meðan Íslendingar fagna marki í gærkvöldi. AFP

Tyrkneskir stuðningsmenn eru langt frá því að vera ánægðir með eina helstu stjörnu landsliðsins, Arda Turan sem leikur með Barcelona, eftir 3:0 tapið fyrir Íslandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gærkvöldi.

Arda Turan var tekinn af velli í síðari hálfleik þegar Tyrkir voru þegar þremur mörkum undir, en hann fór glottandi aftur á varamannabekkinn og virtist vel skemmt. Það hefur vakið upp gríðarlega reiði í Tyrklandi.

Arda Turan spilaði sinn 100. landsleik gegn Íslendingum í gær. Hann er þrítugur að aldri og sneri aft­ur inn í landslið Tyrkja í síðasta mánuði en hann lenti upp á kant við Faith Terim, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ara, og hætti að spila með landsliðinu. Rúm­en­inn Mircea Lucescu tók við þjálf­un tyrk­neska landsliðsins af Terim í ág­úst og fékk hann Tur­an til að snúa til baka í landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert