Skýrist á fullveldisdaginn

Íslenska liðið fagnar í gær.
Íslenska liðið fagnar í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fullveldisdagurinn 1. desember verður sérstaklega spennandi fyrir íslenskt knattspyrnuáhugafólk þetta árið. Þá verður dregið í riðla fyrir HM karla í Rússlandi sem fram fer 14. júní til 15. júlí á næsta ári. Í gærkvöld varð ljóst að Ísland mun í fyrsta sinn taka þátt á mótinu, þar sem 32 bestu landslið heims koma saman.

Dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið við hátíðlega athöfn í Kreml í Moskvu. Liðunum 32 verður skipt upp í fjóra átta liða styrkleikaflokka, og nú verður í fyrsta sinn eingöngu stuðst við styrkleikalista FIFA við að raða þjóðunum í flokkana. Stuðst verður við listann sem kemur út næsta mánudag, 16. október. Ísland var í 22. sæti á síðasta lista og eru yfirgnæfandi líkur á því að liðið verði í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður.

Samkvæmt reglum um riðladráttinn mun Ísland aðeins geta dregist í riðil með einni annarri Evrópuþjóð en alls verða 14 Evrópuþjóðir á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni koma úr öðrum heimsálfum.

Enn er rúmur mánuður þar til endanlega liggur ljóst fyrir hvaða 32 þjóðir keppa á HM. Þjóðirnar sem komnar eru á HM má sjá á baksíðu íþróttablaðsins. Undankeppnum í hverri álfu lýkur ekki endanlega fyrr en 14. nóvember.

Greinin í heild og ítarleg umfjöllun um leikinn gegn Kósóvó er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert