Jóhannes Karl tekur við ÍA

Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með ÍA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes Karl Guðjónsson verður næsti þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is. Jóhannes fékk leyfi frá HK til að ræða við ÍA í gær, en Skagamenn féllu úr efstu deild í sumar. 

Jóhannes gerði góða hluti með HK á leiktíðinni og hafnaði liðið í 4. sæti í 1. deildinni. Jóhannes var valinn þjálfari ársins af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.

Hann er uppalinn Skagamaður og lék á sínum tíma yfir 50 leiki með ÍA en spilaði erlendis sem atvinnumaður stærstan hlutann af sínum ferli. Jóhannes tekur við af Jóni Þór Haukssyni sem tók við keflinu af Gunnlaugi Jónssyni sem hætti með liðið í ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert