Selma Sól kemur inn í landsliðshópinn

Selma Sól Magnúsdóttir t.h. í leik með Breiðabliki í sumar.
Selma Sól Magnúsdóttir t.h. í leik með Breiðabliki í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Freyr Al­ex­and­ers­son, landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu, til­kynnti nú rétt í þessu landsliðshóp­inn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi á útivelli í undankeppni HM sem fram fer í Frakklandi árið 2019. 

Tvær breytingar eru á hópnum frá 8:0-sigrinum á Færeyjum í 1. umferð undankeppninnar. Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn í hópinn og þær Anna Rakel Pétursdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir detta úr hópnum. Selma Sól er í fyrsta skipti í landsliðshópnum en hún er fædd árið 1998 og hefur spilað 26 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni. 

Markverðir:
Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir, Djurgår­d­en
Sandra Sig­urðardótt­ir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn: 
Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgår­d­en
Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård
Sif Atladóttir, Kristianstad
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Miðjumenn: 
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga
Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Elín Metta Jensen, Val

Sóknarmenn: 
Sandra María Jessen, Þór/KA
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Verona
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert