Geir fór á bakvið Heimi árið 2015

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur að Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hafi farið á bakvið sig þegar hann ræddi við Lars Lägerback um framlengingu á samningi sænska þjálfarans árið 2015. Þetta kemur í viðtali við Heimi sem birtist í DV í dag.

„Ég hefði lí­klega ekki farið aftur með Lars í undankeppni fyrir EM árið 2014 nema vegna þess ákvæðis­ í samningnum mí­num um að ég tæki við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KS͍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var í­ raun brot á samningi mínum við KSÍ. Ef KSÍ hefði samið við Lars hefði samningurinn við mig í raun orðið marklaus,“ segir Heimir í viðtalinu við DV. 

„Mér fannst að formaðurinn hefði átt að ræða við mig fyrst um breytingu á samningnum mínum eða eitthvað þess háttar. Ég er ekki viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef Lars hefði verið áfram. Ekki það að ég hefði ekki viljað vinna með Lars, ég var hins vegar bara með metnað til þess að taka við liðinu einn. Ég var búinn að vera aðstoðarþjálfari í tvö ár, meðþjálfari í tvö ár og fannst ég reiðubúinn að stýra liðinu,“ sagði Heimir enn fremur í viðtalinu við DV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert