Notaði HM-mynd sem hvatningu

Hannes og myndin.
Hannes og myndin. Ljósmynd/Facebook-síða Hannesar

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, fann áhugaverða leið til að hvetja sjálfan sig áfram. Hann hengdi HM-mynd á vegginn heima hjá sér, sem var það síðasta sem hann sá þegar hann fór að sofa á næturnar og það fyrsta sem hann sá þegar hann vaknaði um morguninn. Segja má að aðferðin hafi virkað býsna vel, því Ísland komst að lokum á HM. 

„Fyrir ári síðan prentaði ég þessa mynd og setti á vegginn minn í svefnherberginu. Þá höfðum við spilað einn leik í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM. Þetta var fjarlægur draumur og fáir áttu von á að hann yrði að veruleika. Tilgangur myndarinnar var til að minna mig á drauminn minn á hverjum degi. Í heilt ár var þetta það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði og það síðasta sem ég sá áður en ég fór að sofa. Það hélt mér á tánum og hvatti mig áfram. Til að gera langa sögu stutta, þá virkaði þetta," skrifar Hannes á Facebook-síðu sína í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert