Valsmenn boða annan fund í dag

Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Vals.
Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur hefur boðað til blaðamannafundar í dag, sólarhring eftir að hafa kynnt Ólaf Karl Finsen til leiks eftir að hann yfirgaf Stjörnuna.

Vísir greinir frá því í dag að leikmaðurinn sem nú verður kynntur sér Ívar Örn Jónsson, sem leikið hefur með Víkingi R. síðustu ár. Ívar er með lausan samning og því frjálst að yfirgefa Víkinga án greiðslu.

Ívar er 23 ára gamall og þekktur fyrir öflugan vinstri fót sinn, en hann hann kom við sögu í öllum 22 leikjum Víkings í Pepsi-deildinni í sumar.

mbl.is