Íslenska liðið fagnaði vel (myndband)

Íslenska liðið fagnar sigrinum í leikslok.
Íslenska liðið fagnar sigrinum í leikslok. Ljósmynd/Reimund Sand

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann magnaðan 3:2-sigur á Þýskalandi, einu besta liði heims, á útivelli í undankeppni HM sem fram fer í Frakklandi árið 2019. 

Eins og gefur að skilja voru leikmenn liðsins himinlifandi með áfangann, eins og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. Hér að neðan má sjá viðbrögð liðsins eftir að flautað var til leiksloka, en einnig má sjá viðbrögð þýskra leikmanna og þjálfara. 

mbl.is