„Sturluð úrslit“

Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.

Fanndís Friðriksdóttir lék sem framherji í tveggja manna sóknarlínu íslands gegn Þýskalandi í 3:2 sigrinum sæta í Wiesbaden í gær en fótboltáhugafólk er vanara því að sjá hana á kantinum í landsliðinu. 

„Ég kunni bara mjög vel við mig í þessari stöðu. En þetta er öðruvísi staða að vera í heldur en ég er vön. Engu að síður skemmtileg. Mér finnst skemmtilegt þegar við spilum þetta leikkerfi en maður vill bara spila. Skiptir ekki máli hvaða stöðu,“ sagði Fanndís þegar mbl.is tók hana tali. 

„Þýskaland er lið sem við höfðum aldrei unnið. Þetta eru sturluð úrslit. Allt sem við höfðum skoðað og ákváðum að gera í framhaldi af því gekk fullkomlega upp í þessum leik. Við gerðum nákvæmlega það sem okkur var sagt að gera og leikurinn þróaðist eins og þjálfararnir höfðu lagt upp leikinn. Þetta gekk allt eftir,“ sagði Fanndís við mbl.is. 

Landsliðskonurnar fagna í gær.
Landsliðskonurnar fagna í gær. Reimund Sand
mbl.is