Sara Björk nokkuð sátt

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, segist vera nokkuð sátt við fjögur stig úr tveimur erfiðustu útileikjunum í riðli Íslands í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu. 

Ísland gerði í kvöld 1:1 jafntefli við öflugt lið Tékklands í Znojmo og er Ísland enn þá taplaust eftir þrjá leiki í riðlinum. 

„Ég hefði nú frekar viljað fá þrjú stig út úr þessum leik en við tökum eitt stig og þar af leiðandi fjögur stig út frá þessum tveimur útileikjum. Ég myndi segja að við getum verið nokkuð sáttar við fjögur stig frá þessum tveimur leikjum,“ sagði Sara meðal annars þegar mbl.is tók hana tali að leiknum loknum en viðtalið við hana í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Sara í leiknum í Tékklandi í kvöld.
Sara í leiknum í Tékklandi í kvöld. Ljósmynd/Pavel Jirik
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert