Hulda gerir nýjan samning við Fylki

Hulda Sigurðardóttir.
Hulda Sigurðardóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hulda Sigurðardóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fylki. Hulda kom til félagsins árið 2009 frá Leikni. Hún er fædd árið 1993 og hefur einnig spilað með Haukum. 

Hulda á að baki 95 leiki í meistaraflokki og í þeim hefur hún skorað 17 mörk. Hún hefur leikið 44 leiki fyrir Fylki en ekki enn skorað fyrir liðið. Auk þess hefur hún spilað tíu landsleiki fyrir U17 ára landsliðinu og skorað í þeim eitt mark. 

Sigrún Salka Hermannsdóttir hefur einnig framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Hún er fædd árið 1998 og hefur leikið 48 leiki í meistaraflokki með Sindra og Fylki. 

Fylkir féll úr efstu deild í sumar og leikur því í 1. deild að ári.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert