Hallbera kemur heim

Hallbera Guðný Gísladóttir er lykilmaður í landsliðinu.
Hallbera Guðný Gísladóttir er lykilmaður í landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að hætta hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården að þessu keppnistímabili loknu og flytja aftur heim til Íslands.

Hallbera fór frá Breiðabliki til Djurgården fyrir þetta tímabil og hefur verið í byrjunarliði í öllum 20 leikjum liðsins í deildinni.

„Ég lauk háskólanámi í viðskiptafræði samhliða boltanum síðasta vor og tel að þetta sé ágætis tímapunktur til að koma heim og byrja að vinna,“ sagði Hallbera við Morgunblaðið í gærkvöld.

Hallbera lék með ÍA til 2005, með Val 2006 til 2011 og var síðan í hálft þriðja ár erlendis með Piteå í Svíþjóð og Torres á Ítalíu. Hún lék aftur með Val 2014 en síðan tvö tímabil með Breiðabliki. Hún hefur enga ákvörðun tekið ennþá um með hverjum hún spilar á næsta ári.

„Ég á enn eftir tvo leiki á tímabilinu hérna í Svíþjóð og ætla að bíða með að ræða við félög þangað til ég kem heim í lok nóvember. Á meðan ég er í fótbolta á annað borð verð ég í honum af fullum krafti. Hvar sem ég kem til með að spila, mun það verða með því markmiði að halda sæti mínu í landsliðinu. Ég tel mig geta sinnt fótboltanum af fullum krafti samhliða vinnu,“ sagði Hallbera.

Hún hefur átt fast sæti í landsliðinu um árabil, spilaði alla 14 leiki liðsins í ár og er áttunda leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 90 landsleiki.

L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla