Þær eru mjög líkamlega sterkar

Katrín Ásbjörnsdóttir fyrliði Stjörnunnar í leiknum gegn rússneska liðinu Rossijanka.
Katrín Ásbjörnsdóttir fyrliði Stjörnunnar í leiknum gegn rússneska liðinu Rossijanka. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Loksins er komið að þessu, eftir margar tilraunir,“ segir Anna María Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar, en liðið leikur í fyrsta sinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag. Mótherjarnir eru Tékklandsmeistarar Slavia Prag en fyrri leikur liðanna hefst kl. 18 í Garðabæ. Þau mætast svo eftir viku í Tékklandi.

Árin 2012, 2014 og 2015 féll Stjarnan úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. Með fræknum sigri á Rossiyanka fyrir mánuði komst liðið hins vegar skrefinu lengra. Síðan þá hefur Stjarnan hins vegar ekki spilað mótsleik, enda langt síðan Íslandsmótinu lauk, og það er vissulega engin óskastaða:

„Þegar maður sá að við yrðum að æfa mánuði lengur en vanalega varð maður kannski svolítið andlega og líkamlega þreyttur, en þegar maður hugsar svo til þess að þetta eru 16-liða úrslit í Meistaradeildinni þá hverfur það. Við höfum haldið okkur vel við og spiluðum meðal annars æfingaleiki við 3. flokk karla, sem var góð æfing fyrir okkur. Þeir eru sterkir og fljótir, eins og við megum eiga von á í þessum leik, og við æfðum okkur áfram með okkar kerfi þar sem við liggjum til baka en sækjum hratt,“ segir Anna María.

Lið Slavia Prag er að stórum hluta skipað landsliðskonum Tékklands sem gerðu 1:1-jafntefli við Ísland í undankeppni HM fyrir hálfum mánuði. Alls tóku níu leikmenn Slavia þátt í jafnteflinu, og tvær sátu á varamannabekk Tékka. Tékkneska landsliðið lék af talsverðri hörku og krafti og Anna María býst við svipuðum leik frá Slavia:

„Við fylgdumst náttúrlega með landsleiknum við Tékka og skoðuðum þar leikmennina sem spila með Slavia. Við skoðuðum svo líka leiki Slavia í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fórum vel yfir varnar- og sóknarleik þeirra. Það sem við tókum meðal annars helst eftir var að þær eru mjög líkamlega sterkar og í fínu formi,“ segir Anna María, en Slavia sló út Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 32-liða úrslitum, samanlagt 7:4.

„Ef við spilum okkar leik trúum við því alveg að við getum unnið. Þeirra helsti veikleiki er vörnin, þannig að við eigum að geta notað okkar sterku sóknarmenn sem geta sótt hratt og höfum farið vel yfir það á æfingum hvernig við getum unnið úr hraðaupphlaupum okkar,“ segir Anna María og bætir við að allir leikmenn Stjörnunnar séu klárir í slaginn.

L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla