Ray Anthony tekur við Grindvíkingum

Ray Anthony Jónsson í leik með Grindvíkingum fyrir nokkrum árum.
Ray Anthony Jónsson í leik með Grindvíkingum fyrir nokkrum árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ray Anthony Jónsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu.

Netmiðilinn fótbolti.net greinir frá þessu í dag en Ray Anthony skrifaði undir tveggja ára samning við Suðurnesjaliðið. Hann hefur undanfarin tvö ár verið spilandi þjálfari karlaliðs GG frá Grindavík í 4. deildinni. Ray er 38 ára gamall og lék með Grindavík um árabil, spilaði með 21-árs landsliði Íslands og síðan með A-landsliði Filippseyja um skeið.

Ray Anthony tekur við þjálfun liðsins af Róbert Haraldssyni, sem á dögunum hætti með liðið, en undir hans stjórn varð Grindavík í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í ár og komst í undanúrslit í bikarkeppninni.

mbl.is