Þórsarar krækja í varnarmann

Admir Kubat skrifar undir hjá Þór.
Admir Kubat skrifar undir hjá Þór. Ljósmynd/@Thor_fotbolti

Admir Kubat, knattspyrnumaður frá Bosníu og fyrrverandi leikmaður með Víkingi í Ólafsvík og Þrótti í Vogum, er genginn til liðs við Þórsara á Akureyri. Þetta kemur fram á twittersíðu Þórsara.

Kubat, sem er 28 ára gamall miðvörður, var lykilmaður hjá Víkingum í Ólafsvík þegar þeir unnu 1. deildina árið 2015 en missti alveg af tímabilinu 2016 eftir að hann sleit krossband í hné. Hann tók síðan upp þráðinn með Þrótti í Vogum á þessu ári og hjálpaði liðinu til að vinna sér sæti í 2. deild.

mbl.is