Liðið klárt gegn Katar – Gylfi byrjar

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliðinu. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur opinberað byrjunarliðið sem mætir Katar í vináttulandsleik í Doha sem hefst núna klukkan 16.30.

Ísland tapaði fyrir Tékklandi í vináttuleik í síðustu viku, 2:1, og aðeins tveir leikmenn halda stöðu sinni í byrjunarliðinu. Það eru Viðar Örn Kjartansson og Ari Freyr Skúlason. Ari Freyr er hins vegar kominn aftur í bakvörðinn eftir að hafa verið á kantinum gegn Tékkum, og þá er Viðar einn í framlínunni í leikkerfinu 4-5-1.

Af fastamönnum landsliðsins eru það Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson sem koma inn í liðið, en það má sjá hér að neðan. Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Sókn: Viðar Örn Kjartansson
Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Arnór Smárason, Gylfi Sigurðsson (f), Rúnar Már Sigurjónsson og Rúrik Gíslason
Vörn: Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson, Ragnar Sigurðsson og Diego Johannesson
Mark: Ögmundur Kristinsson

Sjá: Katar - Ísland, bein textalýsing

mbl.is