Argentína, Nígería, Króatía

Ísland verður í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Rússlandi sumarið 2018.

Leikið verður við Argentínumenn í Moskvu 16. júní, við Nígeríumenn í Volgograd 22. júní og loks við Króatíu í Rostov 26. júní.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í sextán liða úrslitin.

A-RIÐILL: Rússland, Úrúgvæ, Egyptaland, Sádi-Arabía.
B-RIÐILL: Portúgal, Spánn, Íran, Marokkó.
C-RIÐILL: Frakkland, Perú, Danmörk, Ástralía.
D-RIÐILL: Argentína, Króatía, Ísland, Nígería.
E-RIÐILL: Brasilía, Sviss, Kostaríka, Serbía.
F-RIÐILL: Þýskaland, Mexíkó, Svíþjóð. Suður-Kórea.
G-RIÐILL: Belgía, England, Túnis, Panama.
H-RIÐILL: Pólland, Kólumbía, Senegal, Japan.

Fylgst var með drættinum í  beinni textalýsingu hér á mbl.is.

HM-drátturinn í beinni opna loka
kl. 15:56 Búlgaría Textalýsing Japan fer að lokum í H-riðil með Póllandi, Senegal og Kólumbíu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert