Heimir þjálfari ársins á Norðurlöndunum

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins á Norðurlöndunum samkvæmt kosningu á Twitter hjá Nordisk Football. Heimir fékk 75% atkvæða og vann kosninguna með miklum yfirburðum. 

Graham Potter, þjálfari Östersund í Svíþjóð, hafnaði í 2. sæti með 17% atkvæða og Janne Andersson varð þriðji með 6% atkvæða. 

Eins og alþjóð veit stýrði Heimir Íslandi inn á fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. 

mbl.is