Davíð Þór gerir nýjan samning við FH

Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Þór Viðarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH. Davíð er 33 ára miðjumaður, sem er uppalinn hjá FH og hefur aldrei leikið með öðru liði hér á landi. Hann lék um tíma sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Belgíu. 

Davíð hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og alls leikið 239 leiki og skorað í þeim 11 mörk. Þar af eru 203 leikir og 10 mörk í efstu deild og þar er hann þriðji leikjahæsti FH-ingurinn frá upphafi. Hann á að baki níu landsleiki með A-landsliði Íslands og spilaði á þessu ári sinn 300. deildaleik samanlagt á ferlinum, heima sem erlendis.

mbl.is