Freyr velur fyrsta landsliðshóp ársins

Íslenska kvennalandsliðið sem mætir Noregi hefur verið valið.
Íslenska kvennalandsliðið sem mætir Noregi hefur verið valið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið fyrsta landsliðshóp ársins en Ísland mætir Noregi í vináttuleik á La Manga á Spáni þann 23. janúar.

Þrír leikmenn í hópnum eiga ekki landsleik að baki en það eru Anna Rakel Pétursdóttir úr Þór/KA, Guðný Árnadóttir úr FH og Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki. Anna Rakel og Selma Sól hafa þó áður verið kallaðar inn í landsliðið.

Þetta er fyrsti opinberi landsleikur íslenska kvennalandsliðsins í janúar, en leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir fimm leiki í undankeppni HM sem fram fara á þessu ári.

Landsliðshópurinn er sem hér segir, en fyrir framan er fjöldi landsleikja:

Markverðir:
57 – Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården (Svíþjóð)
16 – Sandra Sigurðardóttir, Valur
3 – Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn:
90 – Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
85 – Rakel Hönnudóttir, LB07 (Svíþjóð)
69 – Sif Atladóttir, Kristianstad (Svíþjóð)
60 – Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård (Svíþjóð)
34 – Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (Svíþjóð)
7 – Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården (Svíþjóð)
0 – Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
0 – Guðný Árnadóttir, FH

Miðjumenn:
112 – Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (Þýskaland)
48 – Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals (Bandaríkin)
20 – Sandra María Jessen, Þór/KA
12 – Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
6 – Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa (Noregur)
3 – Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
0 – Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik

Sóknarmenn:
89 – Fanndís Friðriksdóttir, Marseille (Frakkland)
32 – Elín Metta Jensen, Valur
30 – Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Verona (Ítalía)
16 – Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
9 – Agla María Albertsdóttir, Stjarnan

mbl.is