Gísli vonast eftir samningi í Noregi

Gísli Eyjólfsson fagnar með Blikum.
Gísli Eyjólfsson fagnar með Blikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks í knattspyrnu, vonast eftir því að fá samning hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund þar sem hann dvelur nú við æfingar.

Gísli var tekinn tali á heimasíðu félagsins þar sem hann segist ánægður með það sem hann hefur séð hjá félaginu hingað til. „Leikmennirnir eru mjög opnir og skemmtilegir. Aðstoðarþjálfarinn virkar mjög fínn og aðalþjálfarinn líka,“ sagði Gísli og talaði um að mikill hasar væri á æfingum.

Gísli var beðinn um að lýsa sér sem leikmanni og þar sagðist hann vilja leggja upp mikið af mörkum og skora af löngu færi. Aðspurður hvort hann vonaðist eftir samningi stóð ekki á svari, en HÉR má sjá myndskeið þar sem rætt er við Gísla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert