Byrjunarliðið sem mætir Indónesíu

Andri Rúnar Bjarnason leikur í dag sinn fyrsta landsleik.
Andri Rúnar Bjarnason leikur í dag sinn fyrsta landsleik. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið byrjunarliðið sem mætir úrvalsliði Indónesíu en flautað verður til leiks á Mandala Krida-vellinum í Yogyakarta í Indónesíu klukkan 11.30 að íslenskum tíma.

Þrír leikmenn spila sinn fyrsta landsleik en það eru þeir Samúel Kári Friðjónsson, Mikael Anderson og Andri Rúnar Bjarnason. Þeir Frederik Schram og Albert Guðmundsson leika sinn annan landsleik. Ólafur Ingi Skúlason (33. leikur) og Arnór Ingvi Traustason (16. leikur) eru reyndastir í íslenska liðinu. Þriðji leikjahæstur er Hólmar Örn Eyjólfsson sem spilar sinn 7. landsleik.

Byrjunarliðið lítur þannig út:

Mark:
Frederik Schram, Roskilde

Vörn:
Viðar Ari Jónsson, Brann
Hjörtur Hermannsson, Bröndby
Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia
Böðvar Böðvarsson, FH

Miðja:
Mikael Neville Anderson, Vendsyssel
Ólafur Ingi Skúlason, Karabükspor
Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga
Arnór Ingvi Traustason, Malmö

Sókn:
Albert Guðmundsson, PSV
Andri Rúnar Bjarnason, Helsingborg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert