Sitji að hámarki í 12 ár

Guðni Bergsson
Guðni Bergsson mbl.is/Golli

Á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í næsta mánuði verða lagðar fram tillögur um breytingar á lögum sambandsins, úr smiðju sérstaks starfshóps um heildarendurskoðun laganna.

Á meðal þess sem lagt er til er að formaður sambandsins verði í framtíðinni kjörinn til þriggja ára í senn og að hver formaður sitji „ekki lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt“.

Guðni Bergsson var kjörinn formaður á þinginu fyrir ári, og þá til tveggja ára eins og núgildandi lög segja til um. Hingað til hefur verið kosið á tveggja ára fresti og engin takmörk verið á hve lengi menn gegna formennsku. Guðni tók við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem gegnt hafði formennsku í tíu ár, og áður var Eggert Magnússon formaður í 18 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert