Stærsti útisigur Íslands

Frá viðureign Indónesíu og Íslands í gær.
Frá viðureign Indónesíu og Íslands í gær. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Indónesíu

Hvað skyldi Heimir Hallgrímsson hafa fengið út úr vináttuleik gegn B-liði Indónesíu við hrikalega erfiðar aðstæður í Yogyakarta í gær?

Íslenska liðið, sem vissulega var líka B-lið, vann þar afar auðveldan sigur, 6:0, í leik þar sem nær ómögulegt var að spila fótbolta í seinni hálfleiknum vegna þess að völlurinn var þá nánast kominn á flot eftir haugarigningu sem hófst á lokakafla fyrri hálfleiks.

Einnig var gert 15 mínútna hlé á leiknum eftir 55 mínútur þegar aðstæðurnar voru orðnar mjög erfiðar og dómari leiksins skoðaði hvort rétt væri að flauta leikinn af.

Heimir sagði í viðtali við mbl.is eftir leik að það væri ósanngjarnt að dæma leikmenn, jákvætt eða neikvætt, út frá þessum leik. En hann er samt örugglega með augastað á framherjanum marksækna Andra Rúnari Bjarnasyni sem skoraði glæsilegt mark í fyrri hálfleik en brenndi líka af vítaspyrnu strax á 13. mínútu. Þetta var kraftmikil byrjun hjá Bolvíkingnum sem var kallaður inn í hópinn vegna forfalla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en spilaði bara fyrstu 45 mínúturnar.

Heimir hefur eflaust punktað hjá sér ýmislegt um Samúel Kára Friðjónsson frá Vålerenga sem var hörkuduglegur á miðjunni frá fyrstu til síðustu mínútu. Þá er Samúel með í vopnabúrinu gríðarlega löng innköst og eitt þeirra gaf af sér mark.

Albert kom að fjórum mörkum

Albert Guðmundsson hefur talsvert verið orðaður við HM-hópinn fyrir Rússlandsförina í sumar. Albert var sjálfur óheppinn að skora ekki, skaut m.a. í þverslá og krækti í vítaspyrnu, en hann var afar líflegur í sóknarleik Íslands og kom að fjórum marka liðsins á ýmsan hátt.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert