Uppselt á Íslandsleikinn á risaleikvangi

Úr leik Indónesíu og Íslands í gær.
Úr leik Indónesíu og Íslands í gær.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti í dag til Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, en liðið mætir heimamönnum í öðrum vináttuleik á sunnudaginn klukkan 12 að íslenskum tíma.

Ísland æfir á morgun á keppnisvellinum sjálfum í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Þess má geta að gríðarlegur áhugi er á leiknum í Jakarta og hefur KSÍ fengið þær fregnir að uppselt sé á leikinn. Völlurinn tekur um 76.000 manns í sæti svo ljóst er að stemningin verður mikil. 

Ísland mætti úrvalsliði Indónesíu í gær og fór með 6:0-sigur af hólmi.

mbl.is