Vonandi ekki alvarlegt

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjúkraþjálfari sænska meistaraliðsins Malmö kveðst gera sér vonir um að meiðslin sem Arnór Ingvi Traustason varð fyrir í dag í vináttulandsleik Indónesíu og Íslands í knattspyrnu séu ekki alvarleg.

Arnór fór fór af velli eftir 25 mínútna leik í Jakarta og Jesper Robertsson sjúkraþjálfari sagði við sydsvenskan.se að svo virtist sem hann hefði orðið fyrir vægri tognun í læri.

„Ég er búinn að tala við Íslendingana og þetta virðist ekki alvarlegt. Hann fann til í lærinu snemma í leiknum. Þegar hann fann fyrir því aftur tók hann þá ákvörðun að hætta keppni,“ sagði Robertsson og sagði að Arnór færi beint í nánari rannsókn þegar hann kæmi aftur til Malmö eftir helgina.

„Það er ekki hægt að fullyrða neitt ennþá, og það gátu gátu Íslendingarnir ekki gert svona snemma eftir leik. Við vonum það besta og að við getum sett hann í endurhæfingu strax og hann kemur til Malmö,“ sagði Robertson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert