Brynjar lék með HB undir stjórn Heimis

Brynjar Hlöðversson, til vinstri, í baráttu við Gunnar Má Guðmundsson.
Brynjar Hlöðversson, til vinstri, í baráttu við Gunnar Má Guðmundsson. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis í Breiðholti, lék með færeyska knattspyrnuliðinu HB undir stjórn Heimis Guðjónssonar í gær þegar liðið lék sinn fyrsta leik undir hans stjórn.

HB mætti liði NSÍ í æfingaleik og skildu liðin jöfn, 1:1. Brynjar, sem hefur verið einn af lykilmönnum Leiknis undanfarin ár, lék með HB í leiknum en hann er til reynslu hjá Þórshafnarliðinu.

Heimir Guðjónsson yfirgaf FH eftir síðustu leiktíð og var nokkru síðan ráðinn þjálfari HB til næstu tveggja ára en Heimir er sigursælasti starfandi íslenski þjálfarinn. Hann þjálfaði lið FH frá ár­inu 2008 og und­ir hans stjórn varð það fimm sinn­um Íslands­meist­ari, einu sinni bik­ar­meist­ari og komst tví­veg­is í um­spil um sæti í Evr­ópu­deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert