Sara Björk ekki með gegn Noregi

Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir PJml,Ljósmynd/Pavel Jirik

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fór ekki með íslenska knattspyrnulandsliðinu í æfingabúðir á La Manga á Spáni í gær vegna ökklameiðsla. Missir hún því af vináttulandsleik við Noreg á þriðjudaginn kemur.

Sara varð fyrir meiðslunum á æfingu með félagsliði sínu, Wolfsburg og verður í meðferð í Þýskalandi á meðan á æfingabúðunum stendur. Sara Björk ætti að vera klár fyrir Algarve-bikarinn sem hefst í byrjun mars. 

Landsliðshópurinn á La Manga:

Markverðir 
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden 
Sandra Sigurðardóttir, Valur 
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik 

Varnarmenn 
Rakel Hönnudóttir, LB07 
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 
Sif Atladóttir, Kristianstad 
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard 
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden 
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur 
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA 
Guðný Árnadóttir, FH 

Miðjumenn 
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals 
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik 
Sandra María Jessen, Slavia Prag 
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik 
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa 
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 

Sóknarmenn 
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan 
Berglind Björg Þorvalsdóttir, Verona 
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille 
Agla María Albertsdóttir, Stjarnan 
Hlín Eiríksdóttir, Valur 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert