Breytingum á lögum KSÍ frestað um sinn

Guðni Bergsson, formaður KSÍ
Guðni Bergsson, formaður KSÍ mbl.is/Golli

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands, það 72. í röðinni, var haldið um helgina. Fyrirhugað var að afgreiða viðamikla breytingu á lögum sambandsins en eftir að breytingartillaga kom fram á þinginu frá 19 félögum var lögð fram tillaga um að fresta málinu til næsta ársþings og að vinnu nefndar KSÍ verði fram haldið fram að því. Sú tillaga var samþykkt.

Tíu buðu sig fram í stjórn sambandsins en fjögur laus sæti voru í boði: Ingi Sigurðsson úr Vestmannaeyjum, Gísli Gíslason frá Akranesi, Ragnhildur Skúladóttir úr Reykjavík og Valgeir Sigurðsson úr Garðabæ. Ingi og Valgeir eru nýir í stjórn sambandsins og koma þeir í stað Jóhannesar Ólafssonar úr Vestmannaeyjum, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og Rúnars V. Arnarsonar úr Keflavík, sem náði ekki kjöri.

„Fyrir utan venjubundin aðalfundarstörf voru nokkrar tillögur sem lágu fyrir þinginu,“ segir Guðni Bergsson, formaður sambandsins, og nefnir sérstaklega eina. „Tillaga um viðamiklar breytingar á lögum KSÍ var lögð fram og í kjölfarið á því kom fram breytingartillaga. Niðurstaðan varð síðan að fresta þessu fram að næsta ársþingi og halda áfram vinnu við þessar breytingar,“ segir Guðni.

Stjórnin lagði fram tillögu að ályktun um hina svokölluðu skosku leið. „Já, sú tillaga var samþykkt. Þetta snýst um að lækka ferðakostnað aðildarfélaganna sem þurfa oft og tíðum að fljúga á milli landshluta. Það er gríðarlega mikill kostnaður fyrir félögin og þetta er svona ein leið til að koma til móts við þau,“ segir Guðni.

Viðtalið við Guðna í heild sinni og frekari umfjöllun um ársþingið má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »