Njarðvík stóð í Íslandsmeisturunum

Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrsta mark Valsmanna.
Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrsta mark Valsmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals lögðu Njarðvíkinga, 3:0, í A-deild Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu en liðin áttust við á gervigrasvelli Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld.

Valsmenn gerðu út um leikinn á síðustu 20 mínútum leiksins. Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Sigurður Egill Lárusson bætti við öðru á 82. mínútunni. Hann gerði svo þriðja markið úr vítaspyrnu í lokin. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubikarnum.

Markaskorararnir eru á urslit.net.

mbl.is