Serbi í stað Svartfellings hjá KA

Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA, og Milan Joksimovic.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA, og Milan Joksimovic. Ljósmynd/KA

Knattspyrnulið KA hefur samið við vinstri bakvörð frá Serbíu, Milan Joksimovic að nafni, og mun hann leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.

Joksimovic er 27 ára gamall og lék síðast með Gorodeya í efstu deild í Hvíta-Rússlandi, seinni hluta ársins 2017, en áður lék hann í efstu og næstefstu deildum Serbíu. Hann mun koma í stað Svartfellingsins Darko Bulatovic sem lék með KA síðasta sumar en fór frá félaginu eftir tímabilið.

Joksimovic er þegar mættur til landsins og farinn að æfa með KA og samkvæmt heimasíðu félagsins ætti hann að fá leikheimild á næstu dögum.

mbl.is