Norskur bakvörður til Víkings

Logi Ólafsson er þjálfari Víkings.
Logi Ólafsson er þjálfari Víkings. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við norska bakvörðinn Jörgen Richardsen til tveggja ára. Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs Víkings staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag. 

Richardsen hefur undanfarin þrjú ár leikið með Kongsvinger í B-deildinni í heimalandinu. Hann á alls 69 leiki í norska boltanum að baki og í þeim hefur hann skorað tvö mörk. Hann getur bæði leikið sem hægri og vinstri bakvörður. 

Dofri Snorrason, hægri bakvörður Víkings sleit hásin á dögunum og verður ekki með Víkingi fyrri hluta tímabils. Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður, gekk svo í raðir Íslandsmeistara Vals fyrir áramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert