Valur vann Reykjavíkurslaginn

Tobias Thomsen skoraði tvö marka Vals í sigri liðsins gegn …
Tobias Thomsen skoraði tvö marka Vals í sigri liðsins gegn Fram í dag. Ljósmynd/Valur

Valur hélt áfram sigurgöngu sinni í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu með því að bera sigur úr býtum, 4:0, gegn Fram í þriðju umferð riðlakeppninnar.

Tobias Thomsen skoraði tvö marka Vals í þessum leik, en hann hefur þar af leiðandi skorað fjögur mörk í riðlakeppninni. Patrick Pedersen var á skotskónum fyrir Val í leiknum og eitt marka liðsins var sjálfsmark. 

Birkir Már Sævarsson sem gekk til liðs við Val frá Hammarby fyrr í vetur lék sinn fyrsta leik fyrir Val síðan hann yfirgaf herbúðir Vals árið 2008 og gekk í raðir Brann. 

Leik ÍA og ÍBV sem fram átti að fara í Akraneshöllinni í sama riðli var frestað þar sem Herjólfur gekk ekki á milli lands og eyja í dag. 

Valur er taplaust á toppi riðilsins, en ÍA, ÍBV, Víkingur Reykjavík og Njarðvík hafa öll þrjú stig í sætunum þar fyrir neðan. Fram vermir svo botnsæti riðilsins án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert