KSÍ gaf út myndband um HM treyjuna

Stikla um landsliðstreyjuna sem karlalið Íslands leikur í á HM í Rússlandi var frumsýnd í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn. Treyjan verður opinberuð næstkomandi fimmtudag og eru margir orðnir ansi spenntir.

Hefur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, m.a lofað því að treyjan muni vekja mikla athygli. Þessa skemmtilegu stiklu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is