Fram semur við Brasilíumann

Fred ásamt Pedro Hipólító, þjálfara Fram.
Fred ásamt Pedro Hipólító, þjálfara Fram. Ljósmynd/Fram

Hinn 22 ára gamli Brasilíumaður Frederico Saraiva, eða Fred, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Fred hefur leikið með Sao Paulo RS, Gremio og Operario Ferroviario í heimalandinu og skorað 12 mörk í 32 leikjum.

„Tilkoma Fred til Fram verður til með samstarfi við hina öflugu umboðsskrifstofu Etiminanbrazil sem rekin er af Valdir Sousa sem er vel þekktur í knattspyrnuheiminum. Frá þessu umboðsfyrirtæki hafa farið tugir leikmanna til miðausturlanda og asíu. Fred er hins vegar fyrsti leikmaðurinn sem Etiminanbrazil setur á samning í Evrópu.

Fram hefur ekki áður samið við brasilískan leikmann og verður mjög spennandi að sjá hvernig honum gengur að aðlagast aðstæðum hér á landi. Þess má geta að Fred fór úr 32 stiga hita í Sao Paulo og lentí í 4 gráðu frosti í Keflavík. Viðbrigðin eru því umtalsverð.

Það eru þegar farin að sjást skemmtileg tilþrif á æfingum, Fred er lágvaxinn, mjög hraður, og afar leikinn. Tilkoma hans mun gefa þjálfaranum meiri breidd í hópinn og auka sóknarkraftinn í sumar.

Við bjóðum þennan geðþekka leikmann velkominn í Fram og í íslenska knattspyrnu," segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. 

mbl.is