Jagacic til Njarðvíkinga

Luka Jagacic, til vinstri, í leik með Selfyssingum.
Luka Jagacic, til vinstri, í leik með Selfyssingum.

Króatíski knattspyrnumaðurinn Luka Jagacic, sem lék með Selfyssingum í 1. deildinni frá 2013 til 2015, er kominn til landsins á ný og genginn til liðs við Njarðvíkinga, sem eru nýliðar í 1. deildinni í ár.

Jagacic er 27 ára miðjumaður og hefur í vetur spilað með Varazdin í króatísku B-deildinni. Hann lék 53 leiki með Selfossi í 1. deild og skoraði í þeim 7 mörk.

mbl.is