Sögðu Gylfa vera á leið til Panama

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á leiðinni til Panama.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á leiðinni til Panama. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimasíða Royal Blue Mersey, stuðningsmannafélags enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skrifaði í dag frétt þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, væri á leiðinni til Panama í stofnfrumumeðferð.

Var hún hins vegar byggð á misskilningi, því hnefaleikamaðurinn Kolbeinn Kristinsson stakk upp á því að gamni sínu á Twitter að það ætti að fljúga með Gylfa til Panama í meðferðina, svo hann væri örugglega klár fyrir HM í Rússlandi. 

Stuðningsmennirnir notuðu Google Translate til að þýða færsluna og héldu þeir að Kolbeinn væri í raun og veru að fljúga með Gylfa til Panama. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð fari í stofnfrumumeðferð og fór Cristiano Ronaldo m.a. í slíka fyrir EM í Frakklandi 2016. 

Að lokum áttuðu stuðningsmennirnir sig á því að um misskilning væri að ræða og báðu fólk um að taka fréttinni ekki alvarlega. Fréttina má lesa með því að smella hér

mbl.is