Mist nýkomin á skrið en sleit aftur krossband

Mist Edvardsdóttir í leik með Val á þarsíðasta tímabili.
Mist Edvardsdóttir í leik með Val á þarsíðasta tímabili. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Allar líkur eru á því að Mist Edvardsdóttir, varnarmaður Vals í knattspyrnu, verði ekkert með liðinu á komandi keppnistímabili. Sennilegt er að hún hafi verið að slíta krossband í hné í annað sinn á rúmu ári.

Mist sleit krossband á undirbúningstímabilinu í fyrra og kom ekkert við sögu hjá Val á síðasta tímabili. Hún er nýkomin aftur á ferðina og var aðeins á sinni annarri alvöru æfingu með Val þegar hún meiddist aftur og það alvarlega.

„Ég er að stinga mér inn í sendingu þegar hnéð bara gefur sig og ég finn smellinn. Öll einkennin voru strax óþægilega kunnuleg og ég hitti síðan lækninn minn daginn eftir og greiningin er sú að krossbandið sé líklegast slitið aftur. Ég reikna með því að fara aftur í aðgerð í apríl og gera þá vonandi við þetta hné fyrir fullt og allt. Það er ekkert svo langt í þarnæsta Íslandsmót,“ sagði Mist við fotbolti.net í dag.

Mist á að baki 160 leiki í meist­ara­flokki hér á landi þar sem hún hef­ur skorað 25 mörk. Hún á auk þess 13 lands­leiki að baki þar sem hún skoraði eitt mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert