Kolbeinn með til Bandaríkjanna

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir ...
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir að HM-sætið var í höfn í haust. Aron er í hópnum sem fer til Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla allt þetta ár. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti í dag 29 manna leikmannahóp sem heldur til Bandaríkjanna og mætir þar Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum 23. og 27. mars.

Hópurinn átti að vera 30 manna en Gylfi Þór Sigurðsson datt út um síðustu helgi vegna meiðsla og var ekki valinn maður í hans stað. Alfreð Finnbogason er heldur ekki með vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði hefur verið meiddur og mun fara aftur til Cardiff eftir fyrri leikinn.

Í hópnum eru meðal annarra U21-landsliðsmennirnir Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson.

Þetta verða síðustu leikir landsliðsins áður en tilkynnt verður þann 11. maí hvaða 23 leikmenn verða í hópnum sem fer á HM í Rússlandi í sumar. 

Hópurinn er þannig skipaður, landsleikir og mörk fyrir framan nöfnin:

Markmenn:
48/0 Hannes Þór Halldórsson, Randers
15/0 Ögmundur Kristinsson, Excelsior
  7/0 Ingvar Jónsson, Sandefjord
  2/0 Frederik Schram, Roskilde
  2/0 Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland

Varnarmenn:
76/1 Birkir Már Sævarsson, Val
74/3 Ragnar Sigurðsson, Rostov
64/4 Kári Árnason, Aberdeen
52/0 Ari Freyr Skúlason, Lokeren
16/3 Sverrir Ingi Ingason, Rostov
15/2 Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City
12/0 Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
  8/1 Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia
  6/1 Hjörtur Hermannsson, Bröndby
  2/0 Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga

Miðjumenn:
76/2 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
63/9 Birkir Bjarnason, Aston Villa
63/7 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
61/1 Emil Hallfreðsson, Udinese
43/3 Rúrik Gíslason, Sandhausen
38/1 Theódór Elmar Bjarnason, Elazigspor
34/1 Ólafur Ingi Skúlason, Karabükspor
17/5 Arnór Ingvi Traustason, Malmö

Sóknarmenn:
44/22 Kolbeinn Sigþórsson, Nantes
36/2 Jón Daði Böðvarsson, Reading
16/2 Viðar Örn Kjartansson, Maccabi Tel Aviv
  9/2 Kjartan Henry Finnbogason, Horsens
  9/1 Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov
  3/3 Albert Guðmundsson, PSV Eindhoven

mbl.is

Bloggað um fréttina