Valur vann með fullu húsi

Íslandsmeistarar Vals líta vel út.
Íslandsmeistarar Vals líta vel út. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Valur lauk keppni með fullu húsi stiga í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 3:1-sigur á ÍBV í kvöld. Leikið var á Valsvellinum á Hlíðarenda. Eyjamenn skoruðu fyrsta markið á 44. mínútu, en Valsmenn svöruðu með þremur mörkum í síðari hálfleik og tryggðu sér sigur.

Valsmenn unnu alla fimm leiki sína í riðlinum og höfðu þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum fyrir leikinn en ÍBV er í 5. sæti með fjögur stig. Shahab Tabar kom Eyjamönnum yfir á 44. mínútu, en Devon Már Griffin varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 53. mínútu. Patrick Pedersen bætti svo við tveimur mörkum og gulltryggði sigur Valsmanna. 

í sama riðli vann Fram 2:1-sigur á Njarðvík. Theodór Guðni Halldórsson kom Njarðvík yfir á 2. mínútu, en þeir Hlynur Atli Magnússon og Orri Gunnarsson skoruðu fyrir Fram og tryggðu sigurinn. Fram er í 3. sæti riðilsins með sex stig og Njarðvík í 4. sæti með fjögur stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert