Fimmtán ára með sigurmarkið

Stjarnan og ÍBV mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra þar sem …
Stjarnan og ÍBV mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra þar sem ÍBV hafði betur. Nú fagnaði Katrín Ásbjörnsdóttir sigri með Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan er nánast örugg um sæti í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 1:0 sigur á ÍBV í Kórnum í Kópavogi í dag.

Birta Georgsdóttir skoraði sigurmarkið, hennar fyrsta meistaraflokksmark fyrir Stjörnuna, en hún er aðeins 15 ára gömul.

Þegar ein umferð er eftir af A-deildinni er Valur með 10 stig, Breiðablik 8, Stjarnan 6, Þór/KA 4, FH 3 og ÍBV 3 stig. Fjögur efstu liðin fara í undanúrslitin. Stjarnan á eftir að mæta Breiðabliki, Þór/KA mætir FH og Valur mætir ÍBV í lokaumferðinni.

Markatala Stjörnunnar fram yfir ÍBV og innbyrðisviðureign Þórs/KA og FH þýðir að mjög miklar sveiflur þarf í leikjum liðanna í lokaumferðinni til að Garðabæjarliðið fari ekki áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert