Fyrri undanúrslitaleikurinn á föstudag

Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara Vals.
Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara Vals. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslandsmeistarar Vals, Stjarnan, KA og Grindavík eru komin í undanúrslitin í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu karla en riðlakeppninni lauk um nýliðna helgi.

Valur og Stjarnan mætast í fyrri undanúrslitaleiknum á Valsvellinum á föstudaginn og fimmtudaginn 29. mars eigast KA og Grindavík við á KA-vellinum á Akureyri.

Lengjubikarinn er með öðru sniði í ár en í stað 8-liða úrslitanna komust sigurvegararnir í riðlunum fjórum í undanúrslitin. Valur og KA unnu sína riðla með fullu húsi og fengu 15 stig en Stjarnan og Grindavík töpuðu bæði einum leik og enduðu með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert