Kolbeinn bjartsýnn á að spila á HM

Kolbeinn Sigþórsson í leiknum gegn Portúgölum á EM í Frakklandi.
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum gegn Portúgölum á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það er pínu skrýtið að vera mættur aftur en æðisleg tilfinning,“ segir Kolbeinn Sigþórsson í viðtali við fótbolti.net en Kolbeinn er kominn aftur í íslenska landsliðið í knattspyrnu eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Kolbeinn var valinn í 29 manna landsliðshóp sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum á næstu dögum en hann hefur ekkert leikið með landsliðinu frá því á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum.

„Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá.

Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM og ég met möguleikana bara góða að vera með á HM. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ segir Kolbeinn í viðtali við fótbolti.net.

<br/><div><br/><br/></div><br/><div></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert