„Nú horfi ég á fótboltann frá öðru sjónarhorni“

Grétar Sigfinnur Sigurðarson í einum af mörgum leikjum sínum með …
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í einum af mörgum leikjum sínum með KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef verið mjög tvístígandi með þessa ákvörðun síðustu vikur og mánuði og hugsað daglega um þetta. Niðurstaðan er þessi og núna er bara kominn tími til að hugsa um aðra hluti og horfa á íslenska fótboltann frá öðru sjónarhorni,“ segir knattspyrnumaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur sett fótboltaskóna uppá hillu eftir átján ára feril í meistaraflokki.

„Líkaminn sagði alls ekki stopp, það var frekar ég sjálfur. Ég var ekki tilbúinn til að verja þeim tíma í þetta sem til þarf, nema það væri nægilegur metnaður á bakvið það. Ég hefði verið til í að fara eitthvað og slást um titla en ekki í fallbaráttu. Þar með taldi ég betra að hætta núna, gefa fjölskyldunni meiri tíma og setja keppnisskapið í vinnuna í stað fótboltans.

Hingað til hefur fótboltinn fengið fókusinn og það bitnaði vissulega á fjölskyldulífinu, en þetta hefur hinsvegar verið mjög skemmtilegt að öllu leyti, sérstaklega þegar vel hefur gengið,“ sagði Grétar þegar Morgunblaðið spurði hann út í ástæðuna fyrir þessari ákvörðun.

Grétar er 35 ára gamall og í hópi reyndustu og leikjahæstu knattspyrnumanna landsins en hann kom fyrst sextán ára inn í meistaraflokkshóp KR árið 1999. Það liðu þó ein níu ár þar til hann fékk loksins tækifæri með uppeldisfélaginu í Vesturbænum.

Sjá allt viðtalið við Grétar Sigfinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert