Aron: „Bara fínt að fá smá skell núna”

Aron Einar var svekktur með tapið en kaus að sjá …
Aron Einar var svekktur með tapið en kaus að sjá það jákvæða í stöðunni. mbl.is/Ingibjörg Friðriksdóttir

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð vonsvikinn eftir 3-0 tap landsliðsins gegn Mexíkó í Santa Clara í nótt. Hann viðurkenndi að andstæðingarnir hefðu vissulega verið betri á ýmsum sviðum en telur markatöluna ekki gefa alveg rétta mynd af leiknum.

„Fyrri hálfleik fannst mér við bara spila mjög vel og við getum verið ánægðir með það, það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr því,” sagði Aron. „En það er auðvitað svekkjandi að tapa 3-0, [þetta var] stærsti tapleikur okkar í mörg ár.”

Varðandi hvaða lærdóm liðið gæti dregið af leiknum nefndi Aron betri nýtingu færa – nóg hafi verið af þeim í fyrri hálfleik. 

„Og við þurfum að halda áfram að vera þetta skipulagða lið sem við vorum megin part af leiknum, áfram bara með smjörið.”

AFP

Aron sagði að raunar væri „bara fínt að fá smá skell núna,” frekar en síðar. Það muni hífa liðið upp fyrir komandi átök.

„Hvernig við komum til baka úr svona sýnir oft karakter.”

Fyrirliðinn var annars ánægður með að hafa náð 45 mínútum af leiktíma í bankann. Hann mun ekki fylgja liðinu í leikinn gegn Perú á þriðjudag þar sem nærveru hans þar sem nærveru hans er óskað hjá Cardiff en liðið mætir Burton á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert