Maradona og Guðni sitja fyrir svörum

Stálin stinn sitja fyrir svörum í Laugardalnum í dag. Diego ...
Stálin stinn sitja fyrir svörum í Laugardalnum í dag. Diego Maradona og Guðni Bergsson.

Argentínska knattspyrnu goðsögnin Diego Maradona og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, munu sitja fyrir svörum á Laugardalsvelli í dag og ræða um eftirtektarverðan árangur Íslendinga í knattspyrnu á alþjóðavettvangi.

Öllum þeim sem vilja er boðið að mæta í Laugardalinn kl. 13:00 en tekið verður við spurningum frá viðstöddum sem og gefin verður landsliðstreyjan nýja, árituð af Maradona sjálfum.

Maradona varð heimsmeistari sem leikmaður með Argentínu árið 1986 og er honum keppnin því vel kunnug en Guðni var lengi einn af okkar fremstu atvinnumönnum í knattspyrnu. Guðni segist spenntur að spyrja kappann spjörunum úr.

„Maradona er eitt stærsta nafn knattspyrnusögunnar og það er sannur heiður að fá hann í heimsókn, hann hlakkar mikið til að hitta hina frægu íslensku stuðningsmenn,“ sagði Guðni í samtali við mbl.is

„Ég veit að hann hefur verð heillaður af Íslandi lengi og sóttist sjálfur eftir því að koma.“

Maradona er staddur á Íslandi um þessar mundir við tökur á þáttaröð um heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi sem sýnd verður í argentínska ríkissjónvarpinu. Eins og flestum er kunnugt mun og Ísland og Argentína etja kappi í fyrstu umferð mótsins en árangur litla Íslands hefur vakið bæði aðdáun og furðu í heimalandi Maradona.

Maradona verður hér á landi næstu daga og mun meðal annars kanna aðbúnað íslenskra knattspyrnumanna sem og velgengni þeirra á erlendri grundu.

Þessi frétt var skrifuð í tilefni dagsins, 1. apríl.

Diego Maradona er af mörgum talinn hafa verið sá allra ...
Diego Maradona er af mörgum talinn hafa verið sá allra besti sem reimaði á sig takkaskó. AFP
mbl.is